Leitin ekki borið árangur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 19:00 Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28