Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 10:38 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30