Innlent

Þrír á sviptingarhraða á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan segist hafa sektað fyrir á fjórðu milljón á Suðurlandi í gær.
Lögreglan segist hafa sektað fyrir á fjórðu milljón á Suðurlandi í gær. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi segist hafa kært 45 ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þar af voru þrír á meira en 140 kílómetra hraða. Stærstur hluti hinna kærðu voru, að sögn lögreglunnar, erlendir ferðamenn.

Sá sem sagður er hafa ekið hraðast var mældur á 152 km/klst á Mýrdalssandi „og kvaðst ökumaður hafa gleymt sér þar sem hann hafi verið svo hugfanginn og snortinn af landslaginu,“ að sögn lögreglunnar. Tveir aðrir ökumenn eiga jafnframt að hafa verið mældir á sviptingarhraða, eða 146 og 147 km/klst.

Nær allir ökumenn eiga að hafa greitt sektirnar á staðnum. Ef eingöngu er horft á þá 26 ökumenn sem kærðir voru fyrir hraðakstur á Mýrdalssandi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs greiddu þeir samtals rúmlega 1,6 milljónir króna í sekt.

Ef litið er á heildarsektargreiðslu þessara 45 ökumanna sem kærðir voru fyrir hraðakstur í gær hjá embættinu nemur sektarfjárhæðin samtals um 3 milljónnum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×