Fótbolti

Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar fagnar marki á síðustu leiktíð.
Neymar fagnar marki á síðustu leiktíð. vísir/getty
Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, greinir frá.

Talið er að spænsku meistararnir hafi boðið nokkur tilboð í Brasilíumanninn en talið er að tilboð upp á 100 milljónir evra og Philippe Coutinho hafi verið hafnað.

„Leikmaðurinn er tilbúinn að lækka sig í launum úr 38 milljónum evra í 23 milljónir evra,“ sagði hinn virti blaðamaður, Guillem Balague, sem þekkir fótboltann vel á Spáni.





„Þetta er áhugaverð staða hjá Barcelona. Þeim líður eins og þeir þurfa að fá hann til bak. Lionel Messi, Gerard Pique og Luis Suarez vilja fá hann til baka en einnig forsetinn.“

„Forsetinn vill skilja eftir sig góða sögu en hann á tvö ár eftir af umboði sínu. Geturu ímyndað þér alla þessa leikmenn sem hafa verið nefndir og Neymar einnig?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×