Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli. Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli.
Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57