Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 12:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15