Fótbolti

Fjórir látnir eftir slagsmál í Hondúras

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Foreldrar reyna hér að forða börnum sínum frá átökunum og táragasinu sem var beitt í látunum.
Foreldrar reyna hér að forða börnum sínum frá átökunum og táragasinu sem var beitt í látunum. vísir/epa
Mikil læti voru í Hondúras um nýliðna helgi er erkifjendur áttu að mætast. Lætin byrjuðu áður en leikurinn hófst og hann náði aldrei að hefjast. Fjórir eru látnir eftir átökin.

Þessi átök áttu sér stað fyrir leik Motagua og Olimpia en ítrekað hefur slegið í brýnu milli stuðningsmanna félaganna síðustu árin.

Lætin byrjuðu þegar stuðningsmenn Olimpia réðust að rútu Motagua-liðsins. Um 250 æstir áhorfendur grýttu rútuna með grjóti og öðru lauslegu. Þrír leikmenn Motagua slösuðust í árásinni og leiknum var þá frestað.

Þá byrjuðu stuðningsmenn liðanna að slást inn á vellinum og fyrir utan hann. Hnefarnir fengu að tala og einhverjur beittu skotvopnum með skelfilegum afleiðingum. Þrír létust á laugardag og einn í gær. Sá var barinn til bana. Þrír aðrir liggja slasaðir á spítala.

Svo mikill var hitinn milli stuðningsmannanna að einhverjir mættu upp á sjúkrahús til þess að halda slagsmálunum gangandi. Lögreglan þurfti því að vakta sjúkrahúsið og slökkva eldana sem þar voru í gangi.

Svona var ástandið á vellinum.vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×