Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 23:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, (t.h.) verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, (t.v.) heimsækir Ísland. getty/Chip Somodevilla - vísir/Vilhelm gunnarsson Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“ Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira