Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2019 23:45 Áróðursmynd sem fylgdi einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu. Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu.
Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30