Umboðsmaður Alþingis vill rökstuðning fyrir 75 þúsund króna eftirlitsgjaldi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 11:19 Notkun rafrettna hefur aukist á undanförnum árum. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis hefur, í framhaldi af kvörtun Félags atvinnurekenda, krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld.Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda en þar segir að umboðsmaður segi í erindi sínu til ráðuneytisins að ýmsir kostnaðarliðir, sem ráðuneytið hefur tínt til að gjaldið eigi að standa undir, virðist almenns eðlis og ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum. Félag atvinnurekenda segir innflytjendur og seljendur rafrettna krafða um 75.000 króna eftirlitsgjald vegna hverrar tilkynningar til Neytendastofu um að þeir hyggist setja tiltekna vöru á markað á Íslandi. Reglugerðin sem gjaldið byggist á, var staðfest 31. ágúst í fyrra og tók gildi daginn eftir. Gerði Félag atvinnurekenda athugasemdir við fjárhæð gjaldsins. vinnubrögð ráðuneytisins og krafðist rökstuðnings fyrir fjárhæðinni. Í kjölfarið barst félaginu um síðir kostnaðargreining Neytendastofu vegna gjaldsins, en hún var ekki dagsett fyrr en 4. febrúar 2019. Í millitíðinni hafði félagið kvartað til umboðsmanns og hann krafið ráðuneytið um yfirlit yfir kostnaðarliði sem lægju að baki gjaldinu. Engin svör bárust um kostnað að baki gjaldtökunni fyrr en eftir að kvartað hafði verið til umboðsmanns. Á vef Félags atvinnurekenda er erindi umboðsmanns rakið en þar segir að þjónustugjald verði ekki innheimt án heimildar í lögum og verði eingöngu nýtt til að standa straum af kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem gjaldtökuheimildin tekur til. Stjórnvaldi sé aðeins heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem sé í nánum og efnislegum tengslum við þá þjónsutu sem sé sérstaklega tilgreind í gjaldtökuheimildinni, en ekki megi afla almennra rekstrartekna með innheimtu þjónustugjalda. Umboðsmaður segir að leggja beri þann skilning í gjaldtökuheimild laga um rafrettur að „hver eftirlitsskyldur aðili geti aðeins borið kostnað af því eftirliti sem að honum getur beinst og telst til kostnaðar við móttöku tilkynninga og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem Neytendastofa tekur við.“ Umboðsmaður segir hins vegar að þeir kostnaðarliðir, sem Neytendastofa og ráðuneytið hafa tilgreint sem forsendur gjaldsins í svörum við fyrra erindi umboðsmanns, séu „að nokkru leyti almenns eðlis eða ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum […] Þannig virðist gjaldið ekki einungis byggt á kostnaði þeirrar þjónustu sem gjaldandi fær frá stjórnvaldinu hverju sinni heldur eru gjaldendur látnir standa straum af öllum áætluðum kostnaði við verkefnið, sem ekki beinlínis er fjármagnaður með sérstökum fjárveitingum.“ Umboðsmaður tekur fram að þessi aðferð við ákvörðun þjónustugjalda sé ekki einsdæmi og þá sérstaklega þegar komi að svokölluðum eftirlitsgjöldum. „Ég hef hins vegar staldrað við þessa þróun síðustu ár í tengslum við frumkvæðisathugun mína á gjaldtöku stjórnvalda í formi skatta og þjónustugjalda,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Þannig tel ég mig merkja að verið sé að fjarlægjast þann kjarna þjónustugjalda að borgarinn greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem hann fær frá stjórnvaldinu í umræddu tilviki og að borgararnir séu í auknum mæli látnir greiða fyrir tilvist og almenna rækslu stjórnvalda á lögbundnum verkefnum þeirra með greiðslum sem felldar eru undir þjónustugjöld. Ég tel að vegna þeirra ströngu krafna lögmætisreglunnar, sem dómstólar hér á landi hafa mótað, þegar kemur að mörkum þjónustugjalda og skatta verði almennt að binda slíkt fyrirkomulag í lög, sbr. til hliðsjónar lög nr 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.“ Umboðsmaður óskar þess að lokum að heilbrigðisráðuneytið lýsi „rökstuddri afstöðu sinni til þess, hvort sú nálgun við ákvörðun fjárhæðar þess gjalds sem fjallað er um í þessu máli og lýst er hér að framan samrýmist heimild 14. gr. laga nr. 87/2018 til gjaldtöku og grunnsjónarmiði þjónustugjaldaheimilda.“ Umboðsmaður tekur fram að fyrirspurnin sé í senn sett fram vegna kvörtunar Félags atvinnurekenda og vegna áðurnefndrar frumkvæðisathugunar. Óskað er svara frá ráðuneytinu fyrir 20. ágúst. Neytendur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur, í framhaldi af kvörtun Félags atvinnurekenda, krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld.Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda en þar segir að umboðsmaður segi í erindi sínu til ráðuneytisins að ýmsir kostnaðarliðir, sem ráðuneytið hefur tínt til að gjaldið eigi að standa undir, virðist almenns eðlis og ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum. Félag atvinnurekenda segir innflytjendur og seljendur rafrettna krafða um 75.000 króna eftirlitsgjald vegna hverrar tilkynningar til Neytendastofu um að þeir hyggist setja tiltekna vöru á markað á Íslandi. Reglugerðin sem gjaldið byggist á, var staðfest 31. ágúst í fyrra og tók gildi daginn eftir. Gerði Félag atvinnurekenda athugasemdir við fjárhæð gjaldsins. vinnubrögð ráðuneytisins og krafðist rökstuðnings fyrir fjárhæðinni. Í kjölfarið barst félaginu um síðir kostnaðargreining Neytendastofu vegna gjaldsins, en hún var ekki dagsett fyrr en 4. febrúar 2019. Í millitíðinni hafði félagið kvartað til umboðsmanns og hann krafið ráðuneytið um yfirlit yfir kostnaðarliði sem lægju að baki gjaldinu. Engin svör bárust um kostnað að baki gjaldtökunni fyrr en eftir að kvartað hafði verið til umboðsmanns. Á vef Félags atvinnurekenda er erindi umboðsmanns rakið en þar segir að þjónustugjald verði ekki innheimt án heimildar í lögum og verði eingöngu nýtt til að standa straum af kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem gjaldtökuheimildin tekur til. Stjórnvaldi sé aðeins heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem sé í nánum og efnislegum tengslum við þá þjónsutu sem sé sérstaklega tilgreind í gjaldtökuheimildinni, en ekki megi afla almennra rekstrartekna með innheimtu þjónustugjalda. Umboðsmaður segir að leggja beri þann skilning í gjaldtökuheimild laga um rafrettur að „hver eftirlitsskyldur aðili geti aðeins borið kostnað af því eftirliti sem að honum getur beinst og telst til kostnaðar við móttöku tilkynninga og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem Neytendastofa tekur við.“ Umboðsmaður segir hins vegar að þeir kostnaðarliðir, sem Neytendastofa og ráðuneytið hafa tilgreint sem forsendur gjaldsins í svörum við fyrra erindi umboðsmanns, séu „að nokkru leyti almenns eðlis eða ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum […] Þannig virðist gjaldið ekki einungis byggt á kostnaði þeirrar þjónustu sem gjaldandi fær frá stjórnvaldinu hverju sinni heldur eru gjaldendur látnir standa straum af öllum áætluðum kostnaði við verkefnið, sem ekki beinlínis er fjármagnaður með sérstökum fjárveitingum.“ Umboðsmaður tekur fram að þessi aðferð við ákvörðun þjónustugjalda sé ekki einsdæmi og þá sérstaklega þegar komi að svokölluðum eftirlitsgjöldum. „Ég hef hins vegar staldrað við þessa þróun síðustu ár í tengslum við frumkvæðisathugun mína á gjaldtöku stjórnvalda í formi skatta og þjónustugjalda,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Þannig tel ég mig merkja að verið sé að fjarlægjast þann kjarna þjónustugjalda að borgarinn greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem hann fær frá stjórnvaldinu í umræddu tilviki og að borgararnir séu í auknum mæli látnir greiða fyrir tilvist og almenna rækslu stjórnvalda á lögbundnum verkefnum þeirra með greiðslum sem felldar eru undir þjónustugjöld. Ég tel að vegna þeirra ströngu krafna lögmætisreglunnar, sem dómstólar hér á landi hafa mótað, þegar kemur að mörkum þjónustugjalda og skatta verði almennt að binda slíkt fyrirkomulag í lög, sbr. til hliðsjónar lög nr 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.“ Umboðsmaður óskar þess að lokum að heilbrigðisráðuneytið lýsi „rökstuddri afstöðu sinni til þess, hvort sú nálgun við ákvörðun fjárhæðar þess gjalds sem fjallað er um í þessu máli og lýst er hér að framan samrýmist heimild 14. gr. laga nr. 87/2018 til gjaldtöku og grunnsjónarmiði þjónustugjaldaheimilda.“ Umboðsmaður tekur fram að fyrirspurnin sé í senn sett fram vegna kvörtunar Félags atvinnurekenda og vegna áðurnefndrar frumkvæðisathugunar. Óskað er svara frá ráðuneytinu fyrir 20. ágúst.
Neytendur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira