Fótbolti

Rúnar Már skoraði þegar Astana flaug áfram í 3. umferð Evrópudeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í liði Astana frá Kasakstan eru komnir áfram í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn var á skotskónum í dag.  

Astana vann 4-1 sigur á rúmenska liðinu FC Santa Coloma í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppninnar. Leikurinn í dag fór fram í Kasakstan. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Rúmeníu og Astana vann því 4-1 samanlagt.

Þetta byrjaði samt ekki vel fyrir Astana liðið sem lenti 1-0 undir eftir aðeins sjö mínútna leik.

Rúnar Már Sigurjónsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 24. mínútu en Astana þurfti fleiri mörk.

Þau skoraði Króatinn Marin Tomasov sem kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Tomas skoraði tvívegis á sex mínútum, á 73. og 79. mínútu, og kom Astana í 3-1. Marin Tomasov innsiglaði síðan sigurinn og þrennu sína með marki í uppbótartíma.

Draumainnkoma hjá varamanni að skora þrennu á hálftíma.

Rúnar Már Sigurjónsson fór af velli á 63. mínútu en staðan var þá 1-1.

Astana hafði komið inn í forkeppni Evrópudeildarinnar úr Meistaradeildinni á sama hátt og Íslandsmeistarar Vals. Astana tapaði fyrir rúmenska félaginu CFR Cluj í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×