Fótbolti

Arnór Ingvi, Albert og Guðmundur komnir áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur og félagar eru komnir áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Guðmundur og félagar eru komnir áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson spilaði í 90 mínútur er Norrköping vann 1-0 sigur á lettneska liðinu, Liepaja, í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leiknumm lauk með 2-0 sigri Norrköping og samanlagt því 3-0 sigur sænska liðsins en eina mark leiksins í kvöld kom á 89. mínútu er Sead Haksabanovic.

Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á Håcken í síðari leik liðanna. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og hollenska liðið því komið áfram.

Hólmar Örn Eyjólfsson var áfram á meiðslalistanum hjá Levski Sofia sem steinlá gegn AEK á útivelli, 4-0, en samanlagt 7-0 sigur gríska liðsins. Skellur hjá Levski.

Arnór Ingvi Traustason var heldur ekki í leikmannahópi Malmö sem er komið áfram eftir mikla dramatík. Markið sem skaut Malmö áfram kom sjö mínútm fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×