Innlent

Háskólinn í Reykjavík sýknaður af kröfu Kristins

Birgir Olgeirsson skrifar
Kristinn Sigurjónsson í dómsal.
Kristinn Sigurjónsson í dómsal. Vísir/Jóik
Háskólinn í Reykjavík hefur verið sýknaður af kröfu Kristins Sigurjónssonar. Var dómur þess efnis kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu.

Var HR sýknaður af öllum kröfum Kristins og ákvað dómurinn að fella málskostnað niður. 

Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, Karlmennskuspjallið, í október á síðasta ári.

Kristinn krafði skólann um tæplega 57 milljónir króna vegna uppsagnarinnar sem hann telur ólögmæta.

Lögmaður Kristins hafði áður boðið HR að draga brottvísun Kristins sem lektor til baka en skólin hafði hafnað því.

Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn.

Dóminn í heild má lesa hér.


Tengdar fréttir

Kristinn áfrýjar til Landsréttar

Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×