Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2019 14:47 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira