Erlent

Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir

Sylvía Hall skrifar
Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru taldir hafa hafa myrt ungt par á ferðalagi.
Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru taldir hafa hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP
Drengirnir tveir sem voru taldir hafa myrt parið Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um British Columbia í Kanada í síðasta mánuði, og karlmann á sjötugsaldri fundust látnir í morgun. Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur.





Lík drengjanna tveggja fundust við strandlengju Nelson-árinnar um klukkan tíu í morgun að staðartíma, um það bil átta kílómetrum frá staðnum þar sem bíll þeirra hafði fundist. Drengirnir höfðu verið ákærðir fyrir morð parsins sem og fyrir morð á eldri karlmanni sem fannst fjórum dögum seinna við afskekktan þjóðveg.

Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna



Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðveginn, um tuttugu kílómetrum suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað.

Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla bar kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola.


Tengdar fréttir

Táningar taldir hafa myrt par á ferða­lagi í Kanada

Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×