Magnaður Lowry í forystu á nýju vallarmeti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júlí 2019 19:01 Írinn Lowry á best annað sæti á risamóti, hann náði þeim árangri á Opna bandaríska árið 2016. Það stefnir allt í fyrsta risatitilinn á morgun vísir/getty Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti