Erlent

Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ronaldo hefur staðfastlega neitað ásökunum á hendur sér.
Ronaldo hefur staðfastlega neitað ásökunum á hendur sér. Vísir/Getty
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Þetta sögðu Bandarískir saksóknarar sem höfðu ásakanir á hendur honum til umfjöllunar í yfirlýsingu sem gefin var út í dag.

Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009.

Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður.

„Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér.

Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega.

Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum.

„Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.




Tengdar fréttir

Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann

Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar.

Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju

Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×