Sunnlensk hross dópuð af kannabis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sunnlensk hross. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/pjetur Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira