Bilanagreining á fallturninum gengur hægt sem og uppsetning Sleggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Eins og að leita að nál í heystakki segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um viðgerðina á fallturninum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun. Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun.
Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira