Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 12:00 Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir fólk slegið yfir flugslysinu í gær og tíðum flugslysum undanfarið. Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst. Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst.
Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00
Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08
Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52