Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2019 07:00 Dómari við héraðsdóm átaldi lögmanninn Vísir/Hanna Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira