Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Ari Brynjólfsson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Ólafur Haukur og Elín Arna settu Draumasetið á laggirnar árið 2013. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00