Vaðlaheiðargöng og gjaldtakan Karl Ingimarsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun