Phil Mickelson búinn að létta sig um sex kíló á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 16:00 Phil Mickelson lítur mun betur út. Hér er hann að undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið. Getty/Stuart Franklin Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður meðal keppanda á 148. Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Það hefur ekki gengið vel hjá Mickelson að undanförnu og hann fór í róttækar aðgerðir fyrir síðasta risamót ársins. Phil Mickelson hefur verið lítið áberandi á samfélagmiðlum að undanförnu en sagði frá sérstökum undirbúningi sínum fyrir Opna breska meistaramótið. Phil Mickelson hefur ekki náð að enda meðal tíu efstu á golfmóti síðan hann vann AT&T Pro-Am mótið í febrúar. Hann hefur ekki náð niðurskurðinum í sex af síðustu tíu mótum þar á meðal á þremur af síðustu fjórum mótum sínum. „Ég hef ekki sett neitt inn á samfélagsmiðlana mína af því ég hef ekki verið ánægður með sjálfan mig eða hvernig ég hef verið að spila. Ég hef ekki gert neitt sem á skilið að koma fyrir augu almennings,“ sagði Phil Mickelson en Telegraph segir frá.“I have lost 15lbs. I’ve done a six-day fast with water and a special coffee blend for wellness." Phil Mickelson has taken radical action in an effort to regain form before #TheOpen https://t.co/xfmLt4CKKX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 16, 2019„Undanfarna tíu daga hef ég endurræst mig til að breyta þróuninni og reyna að koma mér aftur í gang,“ sagði Mickelson í myndbandi á Twitter-síðu sinni. „Ég er búinn að missa 6,8 kíló. Ég fór í sex daga föstu þar sem ég drakk bara vatn og sérstaka kaffiblöndu. Ég veit ekki hvort þetta mun hjálpa mér að spila betur en ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að komast aftur í mitt besta form,“ sagði Phil Mickelson en það má sjá kveðju hans hér fyrir neðan.Let’s get real for a minute. I haven’t been my best and I’m doing all I can to get it right. I’ll have more Phireside chats soon as well as a fun new series too. Until then, HIT ’s pic.twitter.com/QrqUpThEeV — Phil Mickelson (@PhilMickelson) July 14, 2019Phil Mickelson er 49 ára gamall og hefur unnið fimm risamót á ferlinum eða öll mót nema Opna bandaríska meistaramótið. Hann vann Opna breska mótið í fyrsta og eina skiptið árið 2013. Aðeins átta kylfingar hafa unnið fleiri PGA-mót á ferlinum en Phil Mickelson en sigurinn á AT&T Pro-Am mótinu í febrúar var hans 44. á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Sjónvarpsútsendingin á fimmtudaginn hefst eldsnemma eða klukkan 5.30 á fimmtudagsmorguninn. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður meðal keppanda á 148. Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Það hefur ekki gengið vel hjá Mickelson að undanförnu og hann fór í róttækar aðgerðir fyrir síðasta risamót ársins. Phil Mickelson hefur verið lítið áberandi á samfélagmiðlum að undanförnu en sagði frá sérstökum undirbúningi sínum fyrir Opna breska meistaramótið. Phil Mickelson hefur ekki náð að enda meðal tíu efstu á golfmóti síðan hann vann AT&T Pro-Am mótið í febrúar. Hann hefur ekki náð niðurskurðinum í sex af síðustu tíu mótum þar á meðal á þremur af síðustu fjórum mótum sínum. „Ég hef ekki sett neitt inn á samfélagsmiðlana mína af því ég hef ekki verið ánægður með sjálfan mig eða hvernig ég hef verið að spila. Ég hef ekki gert neitt sem á skilið að koma fyrir augu almennings,“ sagði Phil Mickelson en Telegraph segir frá.“I have lost 15lbs. I’ve done a six-day fast with water and a special coffee blend for wellness." Phil Mickelson has taken radical action in an effort to regain form before #TheOpen https://t.co/xfmLt4CKKX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 16, 2019„Undanfarna tíu daga hef ég endurræst mig til að breyta þróuninni og reyna að koma mér aftur í gang,“ sagði Mickelson í myndbandi á Twitter-síðu sinni. „Ég er búinn að missa 6,8 kíló. Ég fór í sex daga föstu þar sem ég drakk bara vatn og sérstaka kaffiblöndu. Ég veit ekki hvort þetta mun hjálpa mér að spila betur en ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að komast aftur í mitt besta form,“ sagði Phil Mickelson en það má sjá kveðju hans hér fyrir neðan.Let’s get real for a minute. I haven’t been my best and I’m doing all I can to get it right. I’ll have more Phireside chats soon as well as a fun new series too. Until then, HIT ’s pic.twitter.com/QrqUpThEeV — Phil Mickelson (@PhilMickelson) July 14, 2019Phil Mickelson er 49 ára gamall og hefur unnið fimm risamót á ferlinum eða öll mót nema Opna bandaríska meistaramótið. Hann vann Opna breska mótið í fyrsta og eina skiptið árið 2013. Aðeins átta kylfingar hafa unnið fleiri PGA-mót á ferlinum en Phil Mickelson en sigurinn á AT&T Pro-Am mótinu í febrúar var hans 44. á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Sjónvarpsútsendingin á fimmtudaginn hefst eldsnemma eða klukkan 5.30 á fimmtudagsmorguninn.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira