Fótbolti

Gömlu Ajax-félagarnir reknir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kluivert og Seedorf eru komnir í atvinnuleit.
Kluivert og Seedorf eru komnir í atvinnuleit. vísir/getty
Clarence Seedorf og Patrick Kluivert, fyrrverandi samherjar hjá Ajax og hollenska landsliðinu, hefur verið sagt upp störfum sem landsliðsþjálfarar Kamerún.

Uppsögnin kemur í kjölfar lélegs árangurs á Afríkumótinu þar sem Kamerún féll úr leik fyrir Nígeríu í 16-liða úrslitum. Kamerún átti titil að verja.

Seedorf var ráðinn þjálfari kamerúnska landsliðsins í ágúst í fyrra. Kluivert var honum til aðstoðar.

Þeir stýrðu Kamerún í 13 leikjum. Aðrir fjórir þeirra unnust, fimm enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.

Seedorf hefur ekki verið jafn farsæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður. Hann stýrði áður AC Milan, Shenzhen í Kína og Deportivo La Coruna í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×