Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu eftir umferðarslys við Blönduós

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að flytja slasaða konu til Reykjavíkur eftir bílslys sem varð rétt fyrir utan Blönduós á tólfta tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Blönduósi voru sex aðrir um borð í tveimur bílum sem skullu saman. Voru þeir fluttir á sjúkradeild með minniháttar meiðsli.

Konan sem flutt var til Reykjavíkur var með fullri meðvitund samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og er hún ekki talin alvarlega slösuð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×