6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2019 07:03 Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. Auk greiðslunnar áætlar flugvélaframleiðandinn að framleiðslukostnaður þotanna hafi aukist um 1,7 milljarða bandaríkjadala, en Boeing hefur hægt á framleiðslu sinni á 737 MAX meðan á kyrrsetningunni hefur staðið. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningarinnar nemur því alls 6,6 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna.Í yfirlýsingu sem flugvélaframleiðandinn sendi frá sér í gær segjast forsvarsmenn áætla að þessi kostnaður verði til þess að Boeing muni ekki skila neinum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Aukinheldur segja þeir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að vélarnar geti aftur tekið á loft á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsetar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu um 350 manns að bana. Hlutabréfaverð Boeing hækkaði um 2 prósent í viðskiptum eftir lok markaða í gær og segir greinandi hjá Morgan Stanley að líklega séu fjárfestar sáttir við bótaupphæðina. Þar að auki gefi framleiðsluáætlanir Boeing, sem stefnir á að framleiða 57 Boeing 737 MAX-þotur á mánuði á næsta ári, góð fyrirheit. Þoturnar eru þær vinsælustu í sögu fyrirtækisins og segir forstjóri Boeing í fyrrnefndri yfirlýsingu að því sé ekki að neita að flugvélaframleiðandinn sé í mótvindi sem stendur. Ekki sé aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða heldur hafi orstír fyrirtækisins jafnframt beðið hnekki. Öryggi farþega og starfsfólks sé forgangsmál hjá Boeing og því sé allt kapp lagt á vinna náið með flugstjórnaryfirvöldum svo að vinna megi bug á göllum og slá á efasemdir almennings. Boeing mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þann 24. júlí næstkomandi. Við það tilefni munu fjárfestar geta spurt nánar út í áhrifin af kyrrsetningu 737 MAX og hvernig Boeing hyggst spyrna sér upp frá botninum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. Auk greiðslunnar áætlar flugvélaframleiðandinn að framleiðslukostnaður þotanna hafi aukist um 1,7 milljarða bandaríkjadala, en Boeing hefur hægt á framleiðslu sinni á 737 MAX meðan á kyrrsetningunni hefur staðið. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningarinnar nemur því alls 6,6 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi, sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna.Í yfirlýsingu sem flugvélaframleiðandinn sendi frá sér í gær segjast forsvarsmenn áætla að þessi kostnaður verði til þess að Boeing muni ekki skila neinum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Aukinheldur segja þeir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að vélarnar geti aftur tekið á loft á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsetar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu um 350 manns að bana. Hlutabréfaverð Boeing hækkaði um 2 prósent í viðskiptum eftir lok markaða í gær og segir greinandi hjá Morgan Stanley að líklega séu fjárfestar sáttir við bótaupphæðina. Þar að auki gefi framleiðsluáætlanir Boeing, sem stefnir á að framleiða 57 Boeing 737 MAX-þotur á mánuði á næsta ári, góð fyrirheit. Þoturnar eru þær vinsælustu í sögu fyrirtækisins og segir forstjóri Boeing í fyrrnefndri yfirlýsingu að því sé ekki að neita að flugvélaframleiðandinn sé í mótvindi sem stendur. Ekki sé aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða heldur hafi orstír fyrirtækisins jafnframt beðið hnekki. Öryggi farþega og starfsfólks sé forgangsmál hjá Boeing og því sé allt kapp lagt á vinna náið með flugstjórnaryfirvöldum svo að vinna megi bug á göllum og slá á efasemdir almennings. Boeing mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þann 24. júlí næstkomandi. Við það tilefni munu fjárfestar geta spurt nánar út í áhrifin af kyrrsetningu 737 MAX og hvernig Boeing hyggst spyrna sér upp frá botninum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. 18. júlí 2019 06:00
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. 14. júlí 2019 21:26