Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júlí 2019 06:15 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira