Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 14:26 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00