Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 18:15 Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira