Börn vilja vera með í ráðum þegar foreldrar birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 19:13 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hvetur foreldra til að staldra við og hugleiða hvernig verði farið með það efni sem þau kunna að birta af börnunum sínum. Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira