Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Fréttablaðið/Eyþór Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira