Vínveitingaleyfið í hús sólarhring áður en hátíðin hefst Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júní 2019 20:00 Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16. Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16.
Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27