Innlent

Lyfjaskápar ættingja og vina tæmdir vegna lúsmýs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lúsmýið hefur herjað á margan landann.
Lúsmýið hefur herjað á margan landann. Aðalheiður Ámundadóttir
„Ég hef verið bænheyrð undanfarna daga og mínir bestu ættingjar og vinir hafa hreinsað út úr lyfjaskápunum sínum og komið færandi hendi með bæði sterapillur og sterakrem, sýklalyf og hydrokortison og allskonar fleiri baneitruð smyrsl,“ skrifaði Aðalheiður Ámundadóttir í færslu á Facebook síðu sinni.

Aðalheiður, sem er blaðamaður á Fréttablaðinu, vakti í vikunni mikla athygli þegar hún birti myndir af sér á Facebook þar sem hún var öll sundur bitin eftir pláguna lúsmý. Fjöldi bitanna var svo mikill að hún hafði ekki tölu á þeim og sagði hún að þau skiptu líklegast hundruðum.

Sjá einnig: Sunudrbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni

Aðalheiður segir í færslu sinni að blóðtegund hennar sé O mínus og það eigi að vera uppáhalds blóðtegund mýsins. Því líki vel við sykur en forðist B vítamín eins og heitan eldinn.

„Ég heyri að lavender fari líka í taugarnar á því. Þá er mér sagt að maður eigi að velta sér upp úr hreinni jógúrt gegn kláðanum. […] Sjálf treysti ég best á læknavísindin og pillur og smyrsl af svörtum markaði.“

„Og fyrir mína bestu vini og ættingja sem hafa verið mér svo góðir og komið færandi hendi með meðul,“ bætti hún við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×