Olíufélögin í uppbyggingu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 07:45 N1 er það olíufélag sem rekur fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Rakel Olíufélög standa frammi fyrir rekstraráskorunum til lengri tíma litið. Útlit er fyrir að olíunotkun dragist saman á næstu áratugum og ólíklegt er að félögin fái mikinn skerf af rafbílavæðingunni sem fram undan er. Smásölurisarnir tveir sem urðu til eftir samruna olíufélaga og dagvörukeðja á síðasta ári horfa til þess að samþætta reksturinn þannig að olían færist nær matvörukeðjunum. Þá skapast tækifæri til fasteignaþróunar á þeim verðmætu lóðum sem olíufélögin búa yfir. Stjórnendur Olís og Skeljungs segja í samtali við Markaðinn að félögin skoði nú tækifæri til uppbyggingar á lóðum sínum en Atlantsolía er í allt annarri stöðu. Þessi þróun mun velta á stefnu borgarinnar sem vill snarfækka bensínstöðvum. N1 er það olíufélag sem rekur fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, hefur áður gefið út að félagið hafi óskað eftir því að færa dælur af lóð félagsins á Ægisíðu og yfir á lóðina á Fiskislóð þar sem Krónan er. Sagði hann að þá væri hægt að hefja uppbyggingu á Ægisíðulóðinni og nefndi íbúðabyggð sem dæmi. Með samruna N1 og Festar sáu stjórnendur félaganna fyrir sér að búa til samþætt kerfi þar sem í þéttbýlinu eru saman matvöruverslanir og dælur en í dreifbýlinu veitingastaðir og dælur. Festi á og rekur fasteignir sem eru samtals 112.000 fermetrar. Fasteignir félagsins eru bókfærðar á 28 milljarða króna og fjárfestingafasteignir á 8,7 milljarða. Samtals nemur upphæðin 36,7 milljörðum króna en til samanburðar er markaðsvirði fasteignafélagsins Eikar rúmlega 31 milljarður króna. Eggert Þór hefur áður lýst því yfir að með því að auka viðskipti við viðskiptavini á færri fermetrum sé hægt að losa fé til eigenda Festar. Fimm bensínstöðvar N1 á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælan“, voru keyptar af fjárfestahópi sem Einar Örn Ólafsson fór fyrir í vor en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um sölu á stöðvunum til að unnt væri að heimila samrunann. Í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hafði umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, kom fram að stöðvarnar væru vel staðsettar. Tækifæri gætu falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags.Hagar og Olís skoða nýtingu á ýmsum lóðum samstæðunnar Hagar bókfæra fasteignir sínar á rúma 11 milljarða króna og fjárfestingarfasteignir á 3,8 milljarða króna, alls 14,8 milljarða. Hagar hafa hafið viðræður við Reykjavíkurborg um þróun á 20 þúsund fermetra landsvæði við Stekkjarbakka. Félagið festi kaup á reitnum fyrir fáeinum árum en Olís er með starfsemi á næstu lóð. Eftir sameiningu fyrirtækjanna var ákveðið að skipuleggja uppbyggingu á svæðinu og hljóða áformin upp á 400 íbúðir ásamt verslun og þjónustun. Haft var eftir Finni Árnasyni í Markaðinum í vor að hann sæi fyrir sér Bónus-verslun og ÓB bensínstöð. Auk þess væru umtalsverð verðmæti fólgin í byggingarverkefninu, meðal annars vegna nálægðar við fyrirhugaða Borgarlínu. Hagar munu ekki byggja og selja íbúðir heldur finna samstarfsaðila fyrir verkið. Sagði Finnur að hægt væri að selja reitinn að hluta eða í heilu lagi til verktaka eftir að nýtt skipulag hefur fengist samþykkt. Þá horfa Hagar til þess að reisa Bónusverslun á Sæbraut ásamt ÓB stöð á lóð í eigu Olís. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir í samtali við Markaðinn að eldsneytissala sé hefðbundinn bransi sem er að taka breytingum. „Það er mikil áskorun fyrir hefðbundið fyrirtæki á eldsneytismarkaði að takast á við þau orkuskipti sem eru við sjóndeildarhring. Hér á landi sem annars staðar eru rafmagnsbílar hlaðnir við heimili fólks þannig að til lengri tíma litið er augljóst að minni þörf er hjá viðskiptavinum að fara inn á bensínstöðvar en staðsetningar geta hins vegar skipt máli hvað varðar möguleika á sölu á öðrum vörum. Við höfum hægt og bítandi verið að auka vöruframboð á öðru en eldsneyti og seljum til dæmis töluvert af skyndibita fyrir fólk á ferðinni. Og ef þú horfir til baka þá hefur landslagið breyst. Það er ekki mikið af söluturnum lengur vegna þess að bensínstöðvar hafa tekið við hlutverkinu,“ segir Jón Ólafur og bætir við að til lengri tíma litið felist tækifæri í því að geta nýtt staðsetningu verslana Haga til að koma upp eldsneytisdælum. „Nú erum við orðin hluti af samstæðu Haga og þá verður að sjálfsögðu horft til þess hvernig við getum nýtt þær staðsetningar sem sameinað félag býr yfir. Til dæmis gætum við ákveðið að loka á einhverjum stað vegna þess að hann er vænlegur til uppbyggingar á annarri starfsemi og flutt dælurnar á bílaplan fyrir utan stórmarkað. Við höfum skoðað ýmis tækifæri af þessu tagi í tengslum við þennan samruna en myndin á eftir að skýrast betur. Einstaka lóðir væri áhugavert að þróa en aðrar eru litlar og þar verða stöðvarnar líklega áfram. Allir í þessari grein eru nú að skoða möguleikana sem felast í lóðunum.“ Reykjavíkurborg greindi í vor frá áformum sínum um að fækka bensínstöðvum um allt að helming fyrir árið 2025. Mögulegt verður fyrir lóðarhafa að flytja dælur frá núverandi staðsetningu yfir á nýja staðsetningu fjölorkustöðvar, sem tekur minna rými, til dæmis á bílastæðum við matvöruverslanir. Skilyrði fyrir slíkum flutningi er að samningar náist um lokun eldri bensínstöðvar og að heildarfjöldi dæla fyrir jarðefnaeldsneyti lækki. Þá verður lóðarhöfum þessara lóða heimilt að láta vinna hugmyndir að breyttu deiliskipulagi. Jón Ólafur segir áform borgarinnar brött og óraunhæf. „Ég tel að jarðefnaeldsneyti muni gegna veigamiklu hlutverki næstu 10-20 árin. Þó svo að rafmagnsbílum fjölgi nokkuð næstu árin sem og tengiltvinnbílum, þá eru um 400 þúsund ökutæki í landinu og stærsti hluti þeirra er á suðvesturhorni landsins. Þessi ökutæki verða hér áfram og það á eftir að selja 150-200 þúsund bíla sem verða knúnir jarðefnaeldsneyti fram til 2030 sem munu endast í 10-15 ár. Því skýtur skökku við að það eigi að skera þjónustuna niður með dramatískum hætti. Ég geri hins vegar ráð fyrir að rafbílum og tengiltvinnbílum muni fjölga jafnt og þétt og það muni mögulega draga úr magni jarðefnaeldsneytis á þessum tíma,“ segir Jón Ólafur. „Borgarbúar þurfa að hafa aðgang að þessari þjónustu í borginni og maður veltir fyrir sér hvort þeir muni þurfa að leita til nágrannasveitarfélaga til þess að taka bensín.“ Jón Ólafur segist ekki vera mótfallinn því að bensínstöðvum fækki en bendir á að ef olíufélag hafi áhyggjur af því að hafa of margar stöðvar geti það ákveðið að loka stöðvum að eigin frumkvæði. „Ég sé ekki þörf fyrir inngrip af hálfu hins opinbera vegna þess að stöðvunum mun fækka í takt við minnkandi eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Það er auk þess óeðlilegt að fyrirtæki vinni að því að minnka þjónustuframboðið í gegnum yfirvöld. Stjórnendur Skeljungs tala ekki fyrir neina nema þá sjálfa,“ segir hann og vísar til þess að Skeljungur hafi átt fundi með borgaryfirvöldum þar sem þau voru hvött til þess að ráðast í þetta verkefni. „Ef eitthvert fyrirtæki hefur þá skoðun að stöðvarnar séu of margar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að það geti fækkað stöðvum.“ Þá segir hann að áform borgaryfirvalda séu til þess fallin að hamla samkeppni innan sveitarfélagsins enn frekar. „Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á það að stefna borgarinnar hafi verið til þess fallin að skaða samkeppni og ég geri ráð fyrir að þessi áform verði tekin til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Auk þess má velta fyrir sér forsendum borgarinnar fyrir að setja fram svona kröftuga nálgun í að útrýma bensínstöðvum á vegum einkaframtaksins og á sama tíma fjárfesta í innviðum í kringum rafbíla á vegum ON fyrir almannafé.“Ætla ekki að vera leigufélag Skeljungur hefur ekki farið þá leið að sameinast smásölufyrirtækjum heldur einbeitt sér að orkumarkaðinum ásamt aukinni áherslu á alþjóðasölu til skipa og raforkumarkaðinum í Færeyjum. Ólíkt helstu samkeppnisaðilunum stundar Skeljungur ekki smásölu á stöðvum sínum heldur leigir þann rekstur út til Basko. Í lok árs 2017 festi Skeljungur kaup á þriðjungshlut í Wedo, sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup.is, Hópkaup.is og Bland.is. Skeljungur á kauprétt að meirihluta í félaginu. Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, segir í samtali við Markaðinn að á sínum tíma hafi verið ákveðið að útvista verslunarrekstri félagsins þar sem reksturinn var ekki arðbær í þeirri mynd sem hann var þá. „Við höfum á hverjum tíma skoðað möguleikann á að koma að smásölu með öðrum hætti og útilokum það alls ekki. Við eigum sterkt fasteignasafn og mjög vel staðsettar lóðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem nýtast vel í því samhengi. Það er hins vegar mikilvægt að horfa til þess að hefðbundin verslun mun eiga undir högg að sækja og við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinanna til þess að sjá þá þróun. Til að þessi þróun vinni með okkur en ekki á móti þá teljum við að framtíðin liggi í skynsamlegri blöndu af netverslun og hefðbundinni smásölu,“ segir Benedikt. Spurður hvernig gangi að samþætta rekstur Skeljungs og Heimkaupa segir Benedikt að sú vinna sé í fullum gangi. „Við höfum sett upp nokkra skápa við stöðvar okkar þar sem viðskiptavinir Heimkaupa eiga völ á að sækja vörur sem þeir panta á netinu og hefur það farið vel af stað. Við munum halda áfram á þessari braut og auka samstarfið enn frekar og horfa til samþættingarmöguleika,“ segir Benedikt. Skeljungur hefur ákveðið að veðja á það að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensínbíla og var þriðja vetnisstöð félagsins nýlega opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut. „Einkabíllinn mun verða til staðar í fyrirsjáanlegri framtíð og við eigum vel staðsettar stöðvar við helstu stofnbrautir landsins. Það eitt setur okkur í lykilstöðu til að þjónusta bíleigandann sama hvaða orku hann kýs að nýta sér. Það mun enginn sinna þeirri þjónustu án þess að hún sé arðbær, þannig ganga hagkerfi fyrir sig. Við erum ekki að veðja á einn orkugjafa því við teljum lausnirnar verða margþættar ef orkuskipti eiga að geta átt sér stað. Vetnið mun hins vegar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum að okkar mati,“ segir Benedikt.Hver er ykkar sýn á tækifæri til fasteignaþróunar á lóðum félagsins í Reykjavík? „Okkar sýn er frekar einföld. Það er of mikið af bensínstöðvum í Reykjavík og þeim er hægt að fækka töluvert án þess að það bitni um of á þjónustu við viðskiptavini. Mikið af þessum stöðvum eru mjög vel staðsettar, jafnvel inni í grónum hverfum. Það að minnka yfirbygginguna kemur sér ekki bara vel fyrir hluthafa félagsins því aukin hagkvæmni mun líka skila sér til viðskiptavina. Svo munu enn fleiri njóta góðs af breytingunum en í samvinnu við Reykjavíkurborg er markmiðið að auka íbúðauppbyggingu og aðra starfsemi á þessum lóðum. Við ætlum okkur hins vegar ekki að verða leigufélag, heldur stefnum við að því að selja valdar lóðir eða jafnvel leggja lóðir inn í spennandi fasteignaverkefni sem við síðan seljum frá okkur,“ segir Benedikt. Olíustöðvar og fasteignir Skeljungs voru bókfærðar á 8,9 milljarða króna í reikningi félagsins fyrir árið 2018. Merki um aukna áherslu á fasteignaþróun mátti sjá í nýlegu stjórnarkjöri olíufélagsins þar sem Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda RE/MAX á Íslandi, var kjörinn í stjórn. Hvernig sérðu fyrir þér að rekstrarumhverfi olíufélaganna muni breytast á næstu árum? Verður landslagið á markaðinum gjörbreytt eftir tíu ár? „Rekstrarumhverfið mun ekki breytast á einni nóttu. Það er líka erfitt að tala um olíufélögin eins og um eitt félag sé að ræða því hvert þeirra mun þróast með sínum hætti. Stór hluti starfsemi Skeljungs er til að mynda í Færeyjum þar sem áskoranirnar eru að einhverju leyti þær sömu en þar sjáum við líka mikil tækifæri til frekari uppbyggingar þó þau tækifæri séu ekki endilega þau sömu og á Íslandi. Eignasafn félagsins og traustur grunnrekstur býður upp á tækifæri til að skjóta nýjum stoðum undir reksturinn og á það stefnum við.“Stóra myndin á eftir að skýrast Arnar I. Jónsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir ljóst að þróunin sé í áttina að því að tvinna saman bensín og dagvöru. „Þetta var auðvitað ein af ástæðunum á bak við þessa tvo stóru samruna, annars vegar N1 og Festar og hins vegar Olís og Haga. Þarna geta falist mikil tækifæri en aftur á móti er óvissa um hver næstu skref verða. Félögin eru nú þegar komin langt með samþættingu og samlegð, m.a. í höfuðstöðvum, birgðahaldi og dreifingu, en útfærslan á heildarmyndinni eftir sameiningu á eftir að koma í ljós,“ segir Arnar. „Það eru töluverðar breytingar fram undan þó að þær verði ekki á allra næstu misserum. Það á eftir að koma í ljós hversu hröð orkuskiptin verða og hvernig þjónustuframboð bensínstöðva mun þróast með breytingunum. Í þessu samhengi er gaman að skoða hvernig þróunin hefur verið á nýjum keyptum bílum. T.d. voru vistvænir/fjölorkubílar þrjú prósent nýrra bíla árið 2013 en 20 prósent árið 2018. Þá hefur stefna stjórnvalda og tækniþróun bifreiðaframleiðenda mikið að segja um hraða orkuskipta,“ segir Arnar. Stefna Skeljungs á sviði smásölu hefur hins vegar ekki verið skýr hingað til. „Skeljungur hefur fest kaup á litlum félögum á markaði með sölu varnings á netinu en sú stefna sem félagið ætlar að marka sér á þeim vettvangi er enn óljós, ásamt því að samkeppni á þeim markaði á væntanlega eftir að harðna þegar stórir aðilar á smásölumarkaði fara að setja aukinn kraft í netverslun. Skeljungur hefur samt sem áður gefið út að smásölustefna félagsins sé í skoðun og ekki ólíklegt að Skeljungur verði þátttakandi á smásölumarkaði í náinni framtíð, sérstaklega í ljósi innkomu reynslumikilla aðila úr smásölu í eigendahóp félagsins“ segir Arnar en félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, er orðið stærsti hluthafi olíufyrirtækisins með rúman 10 prósenta hlut. Þess skal geta að 365 miðlar eiga Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins. Á móti hafi Skeljungur lagt mikla áherslu á alþjóðlega sölu á skipaeldsneyti og þar liggi tækifæri félagsins til vaxtar. Íslenska olíufélagið geti einnig leikið nokkuð stórt hlutverk í þeim breytingum sem eru á teikniborðinu á raforkumarkaðinum í Færeyjum. Þá segir Arnar að stjórnendur olíufélaganna geri sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í sumum lóðum þeirra, sérstaklega í ljósi áforma Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðvum. Félögin séu byrjuð að huga að og forgangsraða fasteignaþróunarverkefnum en stefna borgaryfirvalda gæti hraðað þróuninni.Atlantsolía í ólíkri stöðu Atlantsolía hefur ekki brugðið á það ráð að útvíkka starfsemina. Þvert á móti hefur félagið fjárfest enn frekar í bensínstöðvarekstri. Atlantsolía keypti fimm bensínstöðvar sem Olís var gert að selja í kjölfar samrunans við Haga og hafði áhuga á stöðvunum sem N1 þurfti að selja í kjölfar samrunans við Haga. Samkeppniseftirlitið setti hins vegar það skilyrði að N1 þyrfti að selja til „nýrra aðila“. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, segir enga ástæðu til að örvænta þó að útlit sér fyrir að olíunotkun muni dragast saman á næstu áratugum. Fyrirtækið áformi ekki að fjárfesta í annars konar smásölurekstri heldur einblína áfram á olíuna. „Við erum olíufélag og göngumst við því. Fókusinn er og verður áfram á því að bjóða ódýrt bensín. Við erum meðvituð um að allar spár geri ráð fyrir minnkandi notkun á jarðefnaeldsneyti á næstu 20 til 30 árum en þetta gerist ekki á einni nóttu. Fólk hefur kannski aðeins farið fram úr sér með tímasetningar,“ segir Guðrún Ragna en hún telur að bensínstöðin sem slík muni á endanum verða úrelt. „Mín skoðun er sú að bensínstöðvar sem slíkar verði ekki lengur til þegar landið hefur verið rafbílavætt að fullu. Fyrst og fremst mun fólk nota heimilið og vinnustaðinn til þess að hlaða bílana og síðan verða hraðhleðslustöðvar fyrir utan verslunarkjarna þar sem fólk hefur kost á því að gera eitthvað við tímann á meðan bíllinn er í hleðslu. Það stoppar enginn í 25-35 mínútur og gerir ekki neitt. Fólk verður meira að segja pirrað ef það er meira en fimm mínútur inni á bensínstöð. Þetta verður ekki þannig að olíufélögin fari að selja rafmagn á bensínstöðvum í staðinn fyrir bensín. Umhverfið verður allt öðruvísi,“ segir Guðrún Ragna. „Ég hef alltaf upplifað lifandi samkeppni og mikil læti á þessum markaði og þannig verður það áfram. Þegar magnið fer minnkandi skiptir hver viðskiptavinur meira máli. Nú er hins vegar komin upp ný staða eftir að tvö stærstu olíufélögin runnu inn í tvær stærstu matvörukeðjurnar og það mun koma í ljós hvernig spilast úr því,“ segir Guðrún Ragna, spurð nánar um það hvernig samkeppnisumhverfið muni þróast. Þá segir hún að Atlantsolía sé í annarri stöðu en hin stóru olíufélögin hvað lóðir og fasteignir varðar. „Frá árinu 2008 höfum við einungis byggt litlar og nettar stöðvar með tveimur dælum. Lóðirnar eru hlutfallslega smáar, hver á bilinu 500 til 1.000 fermetrar, og það er enginn að fara að byggja fjölbýlishús á slíkri lóð. Auk þess erum við að leigja megnið af lóðunum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu leyti erum við í allt annarri stöðu en hin félögin sem hafa fengið úthlutaðar risastórar lóðir og hafa tækifæri til að byggja á þeim ef stöðvunum verður lokað.“ Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Olíufélög standa frammi fyrir rekstraráskorunum til lengri tíma litið. Útlit er fyrir að olíunotkun dragist saman á næstu áratugum og ólíklegt er að félögin fái mikinn skerf af rafbílavæðingunni sem fram undan er. Smásölurisarnir tveir sem urðu til eftir samruna olíufélaga og dagvörukeðja á síðasta ári horfa til þess að samþætta reksturinn þannig að olían færist nær matvörukeðjunum. Þá skapast tækifæri til fasteignaþróunar á þeim verðmætu lóðum sem olíufélögin búa yfir. Stjórnendur Olís og Skeljungs segja í samtali við Markaðinn að félögin skoði nú tækifæri til uppbyggingar á lóðum sínum en Atlantsolía er í allt annarri stöðu. Þessi þróun mun velta á stefnu borgarinnar sem vill snarfækka bensínstöðvum. N1 er það olíufélag sem rekur fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, hefur áður gefið út að félagið hafi óskað eftir því að færa dælur af lóð félagsins á Ægisíðu og yfir á lóðina á Fiskislóð þar sem Krónan er. Sagði hann að þá væri hægt að hefja uppbyggingu á Ægisíðulóðinni og nefndi íbúðabyggð sem dæmi. Með samruna N1 og Festar sáu stjórnendur félaganna fyrir sér að búa til samþætt kerfi þar sem í þéttbýlinu eru saman matvöruverslanir og dælur en í dreifbýlinu veitingastaðir og dælur. Festi á og rekur fasteignir sem eru samtals 112.000 fermetrar. Fasteignir félagsins eru bókfærðar á 28 milljarða króna og fjárfestingafasteignir á 8,7 milljarða. Samtals nemur upphæðin 36,7 milljörðum króna en til samanburðar er markaðsvirði fasteignafélagsins Eikar rúmlega 31 milljarður króna. Eggert Þór hefur áður lýst því yfir að með því að auka viðskipti við viðskiptavini á færri fermetrum sé hægt að losa fé til eigenda Festar. Fimm bensínstöðvar N1 á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælan“, voru keyptar af fjárfestahópi sem Einar Örn Ólafsson fór fyrir í vor en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um sölu á stöðvunum til að unnt væri að heimila samrunann. Í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hafði umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, kom fram að stöðvarnar væru vel staðsettar. Tækifæri gætu falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags.Hagar og Olís skoða nýtingu á ýmsum lóðum samstæðunnar Hagar bókfæra fasteignir sínar á rúma 11 milljarða króna og fjárfestingarfasteignir á 3,8 milljarða króna, alls 14,8 milljarða. Hagar hafa hafið viðræður við Reykjavíkurborg um þróun á 20 þúsund fermetra landsvæði við Stekkjarbakka. Félagið festi kaup á reitnum fyrir fáeinum árum en Olís er með starfsemi á næstu lóð. Eftir sameiningu fyrirtækjanna var ákveðið að skipuleggja uppbyggingu á svæðinu og hljóða áformin upp á 400 íbúðir ásamt verslun og þjónustun. Haft var eftir Finni Árnasyni í Markaðinum í vor að hann sæi fyrir sér Bónus-verslun og ÓB bensínstöð. Auk þess væru umtalsverð verðmæti fólgin í byggingarverkefninu, meðal annars vegna nálægðar við fyrirhugaða Borgarlínu. Hagar munu ekki byggja og selja íbúðir heldur finna samstarfsaðila fyrir verkið. Sagði Finnur að hægt væri að selja reitinn að hluta eða í heilu lagi til verktaka eftir að nýtt skipulag hefur fengist samþykkt. Þá horfa Hagar til þess að reisa Bónusverslun á Sæbraut ásamt ÓB stöð á lóð í eigu Olís. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir í samtali við Markaðinn að eldsneytissala sé hefðbundinn bransi sem er að taka breytingum. „Það er mikil áskorun fyrir hefðbundið fyrirtæki á eldsneytismarkaði að takast á við þau orkuskipti sem eru við sjóndeildarhring. Hér á landi sem annars staðar eru rafmagnsbílar hlaðnir við heimili fólks þannig að til lengri tíma litið er augljóst að minni þörf er hjá viðskiptavinum að fara inn á bensínstöðvar en staðsetningar geta hins vegar skipt máli hvað varðar möguleika á sölu á öðrum vörum. Við höfum hægt og bítandi verið að auka vöruframboð á öðru en eldsneyti og seljum til dæmis töluvert af skyndibita fyrir fólk á ferðinni. Og ef þú horfir til baka þá hefur landslagið breyst. Það er ekki mikið af söluturnum lengur vegna þess að bensínstöðvar hafa tekið við hlutverkinu,“ segir Jón Ólafur og bætir við að til lengri tíma litið felist tækifæri í því að geta nýtt staðsetningu verslana Haga til að koma upp eldsneytisdælum. „Nú erum við orðin hluti af samstæðu Haga og þá verður að sjálfsögðu horft til þess hvernig við getum nýtt þær staðsetningar sem sameinað félag býr yfir. Til dæmis gætum við ákveðið að loka á einhverjum stað vegna þess að hann er vænlegur til uppbyggingar á annarri starfsemi og flutt dælurnar á bílaplan fyrir utan stórmarkað. Við höfum skoðað ýmis tækifæri af þessu tagi í tengslum við þennan samruna en myndin á eftir að skýrast betur. Einstaka lóðir væri áhugavert að þróa en aðrar eru litlar og þar verða stöðvarnar líklega áfram. Allir í þessari grein eru nú að skoða möguleikana sem felast í lóðunum.“ Reykjavíkurborg greindi í vor frá áformum sínum um að fækka bensínstöðvum um allt að helming fyrir árið 2025. Mögulegt verður fyrir lóðarhafa að flytja dælur frá núverandi staðsetningu yfir á nýja staðsetningu fjölorkustöðvar, sem tekur minna rými, til dæmis á bílastæðum við matvöruverslanir. Skilyrði fyrir slíkum flutningi er að samningar náist um lokun eldri bensínstöðvar og að heildarfjöldi dæla fyrir jarðefnaeldsneyti lækki. Þá verður lóðarhöfum þessara lóða heimilt að láta vinna hugmyndir að breyttu deiliskipulagi. Jón Ólafur segir áform borgarinnar brött og óraunhæf. „Ég tel að jarðefnaeldsneyti muni gegna veigamiklu hlutverki næstu 10-20 árin. Þó svo að rafmagnsbílum fjölgi nokkuð næstu árin sem og tengiltvinnbílum, þá eru um 400 þúsund ökutæki í landinu og stærsti hluti þeirra er á suðvesturhorni landsins. Þessi ökutæki verða hér áfram og það á eftir að selja 150-200 þúsund bíla sem verða knúnir jarðefnaeldsneyti fram til 2030 sem munu endast í 10-15 ár. Því skýtur skökku við að það eigi að skera þjónustuna niður með dramatískum hætti. Ég geri hins vegar ráð fyrir að rafbílum og tengiltvinnbílum muni fjölga jafnt og þétt og það muni mögulega draga úr magni jarðefnaeldsneytis á þessum tíma,“ segir Jón Ólafur. „Borgarbúar þurfa að hafa aðgang að þessari þjónustu í borginni og maður veltir fyrir sér hvort þeir muni þurfa að leita til nágrannasveitarfélaga til þess að taka bensín.“ Jón Ólafur segist ekki vera mótfallinn því að bensínstöðvum fækki en bendir á að ef olíufélag hafi áhyggjur af því að hafa of margar stöðvar geti það ákveðið að loka stöðvum að eigin frumkvæði. „Ég sé ekki þörf fyrir inngrip af hálfu hins opinbera vegna þess að stöðvunum mun fækka í takt við minnkandi eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Það er auk þess óeðlilegt að fyrirtæki vinni að því að minnka þjónustuframboðið í gegnum yfirvöld. Stjórnendur Skeljungs tala ekki fyrir neina nema þá sjálfa,“ segir hann og vísar til þess að Skeljungur hafi átt fundi með borgaryfirvöldum þar sem þau voru hvött til þess að ráðast í þetta verkefni. „Ef eitthvert fyrirtæki hefur þá skoðun að stöðvarnar séu of margar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að það geti fækkað stöðvum.“ Þá segir hann að áform borgaryfirvalda séu til þess fallin að hamla samkeppni innan sveitarfélagsins enn frekar. „Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á það að stefna borgarinnar hafi verið til þess fallin að skaða samkeppni og ég geri ráð fyrir að þessi áform verði tekin til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Auk þess má velta fyrir sér forsendum borgarinnar fyrir að setja fram svona kröftuga nálgun í að útrýma bensínstöðvum á vegum einkaframtaksins og á sama tíma fjárfesta í innviðum í kringum rafbíla á vegum ON fyrir almannafé.“Ætla ekki að vera leigufélag Skeljungur hefur ekki farið þá leið að sameinast smásölufyrirtækjum heldur einbeitt sér að orkumarkaðinum ásamt aukinni áherslu á alþjóðasölu til skipa og raforkumarkaðinum í Færeyjum. Ólíkt helstu samkeppnisaðilunum stundar Skeljungur ekki smásölu á stöðvum sínum heldur leigir þann rekstur út til Basko. Í lok árs 2017 festi Skeljungur kaup á þriðjungshlut í Wedo, sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup.is, Hópkaup.is og Bland.is. Skeljungur á kauprétt að meirihluta í félaginu. Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs, segir í samtali við Markaðinn að á sínum tíma hafi verið ákveðið að útvista verslunarrekstri félagsins þar sem reksturinn var ekki arðbær í þeirri mynd sem hann var þá. „Við höfum á hverjum tíma skoðað möguleikann á að koma að smásölu með öðrum hætti og útilokum það alls ekki. Við eigum sterkt fasteignasafn og mjög vel staðsettar lóðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem nýtast vel í því samhengi. Það er hins vegar mikilvægt að horfa til þess að hefðbundin verslun mun eiga undir högg að sækja og við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinanna til þess að sjá þá þróun. Til að þessi þróun vinni með okkur en ekki á móti þá teljum við að framtíðin liggi í skynsamlegri blöndu af netverslun og hefðbundinni smásölu,“ segir Benedikt. Spurður hvernig gangi að samþætta rekstur Skeljungs og Heimkaupa segir Benedikt að sú vinna sé í fullum gangi. „Við höfum sett upp nokkra skápa við stöðvar okkar þar sem viðskiptavinir Heimkaupa eiga völ á að sækja vörur sem þeir panta á netinu og hefur það farið vel af stað. Við munum halda áfram á þessari braut og auka samstarfið enn frekar og horfa til samþættingarmöguleika,“ segir Benedikt. Skeljungur hefur ákveðið að veðja á það að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensínbíla og var þriðja vetnisstöð félagsins nýlega opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut. „Einkabíllinn mun verða til staðar í fyrirsjáanlegri framtíð og við eigum vel staðsettar stöðvar við helstu stofnbrautir landsins. Það eitt setur okkur í lykilstöðu til að þjónusta bíleigandann sama hvaða orku hann kýs að nýta sér. Það mun enginn sinna þeirri þjónustu án þess að hún sé arðbær, þannig ganga hagkerfi fyrir sig. Við erum ekki að veðja á einn orkugjafa því við teljum lausnirnar verða margþættar ef orkuskipti eiga að geta átt sér stað. Vetnið mun hins vegar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum að okkar mati,“ segir Benedikt.Hver er ykkar sýn á tækifæri til fasteignaþróunar á lóðum félagsins í Reykjavík? „Okkar sýn er frekar einföld. Það er of mikið af bensínstöðvum í Reykjavík og þeim er hægt að fækka töluvert án þess að það bitni um of á þjónustu við viðskiptavini. Mikið af þessum stöðvum eru mjög vel staðsettar, jafnvel inni í grónum hverfum. Það að minnka yfirbygginguna kemur sér ekki bara vel fyrir hluthafa félagsins því aukin hagkvæmni mun líka skila sér til viðskiptavina. Svo munu enn fleiri njóta góðs af breytingunum en í samvinnu við Reykjavíkurborg er markmiðið að auka íbúðauppbyggingu og aðra starfsemi á þessum lóðum. Við ætlum okkur hins vegar ekki að verða leigufélag, heldur stefnum við að því að selja valdar lóðir eða jafnvel leggja lóðir inn í spennandi fasteignaverkefni sem við síðan seljum frá okkur,“ segir Benedikt. Olíustöðvar og fasteignir Skeljungs voru bókfærðar á 8,9 milljarða króna í reikningi félagsins fyrir árið 2018. Merki um aukna áherslu á fasteignaþróun mátti sjá í nýlegu stjórnarkjöri olíufélagsins þar sem Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda RE/MAX á Íslandi, var kjörinn í stjórn. Hvernig sérðu fyrir þér að rekstrarumhverfi olíufélaganna muni breytast á næstu árum? Verður landslagið á markaðinum gjörbreytt eftir tíu ár? „Rekstrarumhverfið mun ekki breytast á einni nóttu. Það er líka erfitt að tala um olíufélögin eins og um eitt félag sé að ræða því hvert þeirra mun þróast með sínum hætti. Stór hluti starfsemi Skeljungs er til að mynda í Færeyjum þar sem áskoranirnar eru að einhverju leyti þær sömu en þar sjáum við líka mikil tækifæri til frekari uppbyggingar þó þau tækifæri séu ekki endilega þau sömu og á Íslandi. Eignasafn félagsins og traustur grunnrekstur býður upp á tækifæri til að skjóta nýjum stoðum undir reksturinn og á það stefnum við.“Stóra myndin á eftir að skýrast Arnar I. Jónsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir ljóst að þróunin sé í áttina að því að tvinna saman bensín og dagvöru. „Þetta var auðvitað ein af ástæðunum á bak við þessa tvo stóru samruna, annars vegar N1 og Festar og hins vegar Olís og Haga. Þarna geta falist mikil tækifæri en aftur á móti er óvissa um hver næstu skref verða. Félögin eru nú þegar komin langt með samþættingu og samlegð, m.a. í höfuðstöðvum, birgðahaldi og dreifingu, en útfærslan á heildarmyndinni eftir sameiningu á eftir að koma í ljós,“ segir Arnar. „Það eru töluverðar breytingar fram undan þó að þær verði ekki á allra næstu misserum. Það á eftir að koma í ljós hversu hröð orkuskiptin verða og hvernig þjónustuframboð bensínstöðva mun þróast með breytingunum. Í þessu samhengi er gaman að skoða hvernig þróunin hefur verið á nýjum keyptum bílum. T.d. voru vistvænir/fjölorkubílar þrjú prósent nýrra bíla árið 2013 en 20 prósent árið 2018. Þá hefur stefna stjórnvalda og tækniþróun bifreiðaframleiðenda mikið að segja um hraða orkuskipta,“ segir Arnar. Stefna Skeljungs á sviði smásölu hefur hins vegar ekki verið skýr hingað til. „Skeljungur hefur fest kaup á litlum félögum á markaði með sölu varnings á netinu en sú stefna sem félagið ætlar að marka sér á þeim vettvangi er enn óljós, ásamt því að samkeppni á þeim markaði á væntanlega eftir að harðna þegar stórir aðilar á smásölumarkaði fara að setja aukinn kraft í netverslun. Skeljungur hefur samt sem áður gefið út að smásölustefna félagsins sé í skoðun og ekki ólíklegt að Skeljungur verði þátttakandi á smásölumarkaði í náinni framtíð, sérstaklega í ljósi innkomu reynslumikilla aðila úr smásölu í eigendahóp félagsins“ segir Arnar en félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, er orðið stærsti hluthafi olíufyrirtækisins með rúman 10 prósenta hlut. Þess skal geta að 365 miðlar eiga Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins. Á móti hafi Skeljungur lagt mikla áherslu á alþjóðlega sölu á skipaeldsneyti og þar liggi tækifæri félagsins til vaxtar. Íslenska olíufélagið geti einnig leikið nokkuð stórt hlutverk í þeim breytingum sem eru á teikniborðinu á raforkumarkaðinum í Færeyjum. Þá segir Arnar að stjórnendur olíufélaganna geri sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í sumum lóðum þeirra, sérstaklega í ljósi áforma Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðvum. Félögin séu byrjuð að huga að og forgangsraða fasteignaþróunarverkefnum en stefna borgaryfirvalda gæti hraðað þróuninni.Atlantsolía í ólíkri stöðu Atlantsolía hefur ekki brugðið á það ráð að útvíkka starfsemina. Þvert á móti hefur félagið fjárfest enn frekar í bensínstöðvarekstri. Atlantsolía keypti fimm bensínstöðvar sem Olís var gert að selja í kjölfar samrunans við Haga og hafði áhuga á stöðvunum sem N1 þurfti að selja í kjölfar samrunans við Haga. Samkeppniseftirlitið setti hins vegar það skilyrði að N1 þyrfti að selja til „nýrra aðila“. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu, segir enga ástæðu til að örvænta þó að útlit sér fyrir að olíunotkun muni dragast saman á næstu áratugum. Fyrirtækið áformi ekki að fjárfesta í annars konar smásölurekstri heldur einblína áfram á olíuna. „Við erum olíufélag og göngumst við því. Fókusinn er og verður áfram á því að bjóða ódýrt bensín. Við erum meðvituð um að allar spár geri ráð fyrir minnkandi notkun á jarðefnaeldsneyti á næstu 20 til 30 árum en þetta gerist ekki á einni nóttu. Fólk hefur kannski aðeins farið fram úr sér með tímasetningar,“ segir Guðrún Ragna en hún telur að bensínstöðin sem slík muni á endanum verða úrelt. „Mín skoðun er sú að bensínstöðvar sem slíkar verði ekki lengur til þegar landið hefur verið rafbílavætt að fullu. Fyrst og fremst mun fólk nota heimilið og vinnustaðinn til þess að hlaða bílana og síðan verða hraðhleðslustöðvar fyrir utan verslunarkjarna þar sem fólk hefur kost á því að gera eitthvað við tímann á meðan bíllinn er í hleðslu. Það stoppar enginn í 25-35 mínútur og gerir ekki neitt. Fólk verður meira að segja pirrað ef það er meira en fimm mínútur inni á bensínstöð. Þetta verður ekki þannig að olíufélögin fari að selja rafmagn á bensínstöðvum í staðinn fyrir bensín. Umhverfið verður allt öðruvísi,“ segir Guðrún Ragna. „Ég hef alltaf upplifað lifandi samkeppni og mikil læti á þessum markaði og þannig verður það áfram. Þegar magnið fer minnkandi skiptir hver viðskiptavinur meira máli. Nú er hins vegar komin upp ný staða eftir að tvö stærstu olíufélögin runnu inn í tvær stærstu matvörukeðjurnar og það mun koma í ljós hvernig spilast úr því,“ segir Guðrún Ragna, spurð nánar um það hvernig samkeppnisumhverfið muni þróast. Þá segir hún að Atlantsolía sé í annarri stöðu en hin stóru olíufélögin hvað lóðir og fasteignir varðar. „Frá árinu 2008 höfum við einungis byggt litlar og nettar stöðvar með tveimur dælum. Lóðirnar eru hlutfallslega smáar, hver á bilinu 500 til 1.000 fermetrar, og það er enginn að fara að byggja fjölbýlishús á slíkri lóð. Auk þess erum við að leigja megnið af lóðunum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu leyti erum við í allt annarri stöðu en hin félögin sem hafa fengið úthlutaðar risastórar lóðir og hafa tækifæri til að byggja á þeim ef stöðvunum verður lokað.“
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira