Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. júní 2019 19:29 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04