Gummi um aldurinn á íslenska liðinu: „Þetta er einstakt í Evrópu“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 19:15 Guðmundur Guðmundsson vísir/andri marinó Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Varnarleikurinn var frábær allan tímann. Markvarslan var sömuleiðis stórkostleg. Við getum sagt sem svo að ég er ánægður með hraðaupphlaupin, það var sérstaklega í síðari hálfleik sem að við áttum mörg tækifæri en það var bara eftir frábæra vörn og frábæra markvörslu, ” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta karla eftir leik dagsins. Sóknin hjá Íslandi var á köflum slök en Ísland skoraði til dæmis einungis fimm mörk úr uppstilltum sóknarleik á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Af 32 mörkum Íslands í leiknum voru 14 úr hraðaupphlaupum auk þess sem eina vítið sem Ísland fékk í leiknum var fiskað í hraðaupphlaupi. „Sóknarleikurinn var misgóður í dag. Við áttum frábæra kafla en svo datt hann svolítið niður. Við þurfum að vinna með hann.” Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum í þessari undankeppni en þeir töpuðu einungis 4 stigum. Eina tap liðsins kom gegn Norður-Makedóníu í apríl en Guðmundur var ekki ánægður með dómgæsluna í þeim leik. „Ég er bara mjög sáttur. Ég er sáttur með hvernig við fórum í gegnum þennan riðil, við töpum aðeins einum leik í riðlinum. Það var raunverulega fyrir óskiljanlegum dóm sem ég efast um að ég muni sjá aftur á ævinni. Þá var Norður-Makedóníumönnum gefið víti hérna á lokasekúndum leiksins, það var auðvitað sárt þannig. Liðið er bara búið að standa sig mjög vel.” Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag. Hann var með 51% markvörslu og átti stóran þátt í sigrinum. Þessi ungi markmaður fékk í fyrsta skipti að spila alvöru fullorðins landsleiki í Apríl en eftir að Björgvin Páll og Aron Rafn voru báðir með slaka markvörslu í tapinu gegn Makedóníu skipti Guðmundur þeim út fyrir Viktor og Ágúst Elí. „Tómas Svensson er búinn að vinna frábært starf með markmennina. Þeir eru í bestu höndum í heimi hvað það varðar. Betra verður það ekki. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann í dag og það er ljóst að þetta er framtíðarmarkvörður.” Það er lengi búið að tala um kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Árgangarnir 1996 og 1997 voru saman sem yngri landslið og náðu gríðarlegum árangri sem yngri landslið. Hægt og rólega er búið að vera að gefa þessum strákum tækifæri auk þess sem strákar fæddir 1995 og nokkrir yngri hafa verið að koma inn í landsliðið. Af þeim 8 leikmönnum Íslands sem spiluðu annað hvort fyrstu sóknina eða fyrstu vörnina voru 5 fæddir 1995 eða seinna. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum.” Arnar Freyr Arnarsson sem er vanalega í byrjunarliði Íslands á línunni var í stúkunni í dag. Ekki var gefið út fyrir leik af hverju en Atli Ævar Ingólfsson leikmaður Selfoss kom inn fyrir hann. „Hann spilaði mjög vel á HM. Við ákváðum bara að við vildum skoða Atla og sjá hvernig hann stendur í alþjóðlegum bolta. Hann er búinn að standa sig frábærlega í deildinni hérna heima og við vildum skoða hann. Línuspilið var kannski ekki alveg nógu gott í síðasta leik og við ákváðum bara að gefa öðrum leikmanni tækifæri. Arnar Freyr er auðvitað frábær leikmaður og framtíðarmaður en við erum alltaf að reyna að breikka hópinn.” Var línuspilið betra í dag en á móti Grikkjum? „Að hluta til en það samt ekki nógu gott. Við þurfum að bæta það til dæmis.” Þrátt fyrir að leikurinn hafi unnist með 10 mörkum er enginn leikur fullkominn. Guðmundur hefði viljað sjá nokkra hluti vera gerða betur. „Ég myndi segja ef við ættum að horfa á eitthvað þá er það kannski helst sóknarleikurinn. Hann hikstaði á köflum. Við erum að gera okkur seka um mistök og gefa á okkur dauðafæri. Það er dýrt á móti betri liðum. Svo voru nokkrar línusendingar sem voru ekki nægilega góðar.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Varnarleikurinn var frábær allan tímann. Markvarslan var sömuleiðis stórkostleg. Við getum sagt sem svo að ég er ánægður með hraðaupphlaupin, það var sérstaklega í síðari hálfleik sem að við áttum mörg tækifæri en það var bara eftir frábæra vörn og frábæra markvörslu, ” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta karla eftir leik dagsins. Sóknin hjá Íslandi var á köflum slök en Ísland skoraði til dæmis einungis fimm mörk úr uppstilltum sóknarleik á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Af 32 mörkum Íslands í leiknum voru 14 úr hraðaupphlaupum auk þess sem eina vítið sem Ísland fékk í leiknum var fiskað í hraðaupphlaupi. „Sóknarleikurinn var misgóður í dag. Við áttum frábæra kafla en svo datt hann svolítið niður. Við þurfum að vinna með hann.” Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum í þessari undankeppni en þeir töpuðu einungis 4 stigum. Eina tap liðsins kom gegn Norður-Makedóníu í apríl en Guðmundur var ekki ánægður með dómgæsluna í þeim leik. „Ég er bara mjög sáttur. Ég er sáttur með hvernig við fórum í gegnum þennan riðil, við töpum aðeins einum leik í riðlinum. Það var raunverulega fyrir óskiljanlegum dóm sem ég efast um að ég muni sjá aftur á ævinni. Þá var Norður-Makedóníumönnum gefið víti hérna á lokasekúndum leiksins, það var auðvitað sárt þannig. Liðið er bara búið að standa sig mjög vel.” Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag. Hann var með 51% markvörslu og átti stóran þátt í sigrinum. Þessi ungi markmaður fékk í fyrsta skipti að spila alvöru fullorðins landsleiki í Apríl en eftir að Björgvin Páll og Aron Rafn voru báðir með slaka markvörslu í tapinu gegn Makedóníu skipti Guðmundur þeim út fyrir Viktor og Ágúst Elí. „Tómas Svensson er búinn að vinna frábært starf með markmennina. Þeir eru í bestu höndum í heimi hvað það varðar. Betra verður það ekki. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann í dag og það er ljóst að þetta er framtíðarmarkvörður.” Það er lengi búið að tala um kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Árgangarnir 1996 og 1997 voru saman sem yngri landslið og náðu gríðarlegum árangri sem yngri landslið. Hægt og rólega er búið að vera að gefa þessum strákum tækifæri auk þess sem strákar fæddir 1995 og nokkrir yngri hafa verið að koma inn í landsliðið. Af þeim 8 leikmönnum Íslands sem spiluðu annað hvort fyrstu sóknina eða fyrstu vörnina voru 5 fæddir 1995 eða seinna. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum.” Arnar Freyr Arnarsson sem er vanalega í byrjunarliði Íslands á línunni var í stúkunni í dag. Ekki var gefið út fyrir leik af hverju en Atli Ævar Ingólfsson leikmaður Selfoss kom inn fyrir hann. „Hann spilaði mjög vel á HM. Við ákváðum bara að við vildum skoða Atla og sjá hvernig hann stendur í alþjóðlegum bolta. Hann er búinn að standa sig frábærlega í deildinni hérna heima og við vildum skoða hann. Línuspilið var kannski ekki alveg nógu gott í síðasta leik og við ákváðum bara að gefa öðrum leikmanni tækifæri. Arnar Freyr er auðvitað frábær leikmaður og framtíðarmaður en við erum alltaf að reyna að breikka hópinn.” Var línuspilið betra í dag en á móti Grikkjum? „Að hluta til en það samt ekki nógu gott. Við þurfum að bæta það til dæmis.” Þrátt fyrir að leikurinn hafi unnist með 10 mörkum er enginn leikur fullkominn. Guðmundur hefði viljað sjá nokkra hluti vera gerða betur. „Ég myndi segja ef við ættum að horfa á eitthvað þá er það kannski helst sóknarleikurinn. Hann hikstaði á köflum. Við erum að gera okkur seka um mistök og gefa á okkur dauðafæri. Það er dýrt á móti betri liðum. Svo voru nokkrar línusendingar sem voru ekki nægilega góðar.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira