Innlent

Þúsundir heimsóttu þingið á þjóðhátíðardaginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra þingmanna sem fræddu gesti og gangandi á opnu húsi Alþingis í gær.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra þingmanna sem fræddu gesti og gangandi á opnu húsi Alþingis í gær. vefur Alþingis
Alls komu 3160 gestir á opið hús í Alþingi í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en húsið var opnað almenningi í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.

Í frétt á vef Alþingis segir að stöðugur straumur hafi verið í gegnum húsið allt frá því að það var opnað klukkan tvö í gær og þar til lokað var klukkan sex.

Þingmenn og starfsfólk Alþingis stóðu vaktina og kynntu fyrir áhugasömu gestum sögu Alþingishússins og starfsemi þingsins.

Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag en engar fregnir hafa borist af samkomulagi um þinglok eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Miðflokksins við stjórnarflokkana fyrir helgi.

Alls eru tuttugu mál á dagskrá þingsins í dag og hefst fundurinn á kosningu eins aðalmanns í Ragnhildar Helgadóttur og eins varamanns í stað Ingibjargar Pálmadóttur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×