Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2019 11:23 Frá fréttamannafundi rannsakenda og saksóknara í Nieuwegein í Hollandi í morgun. EPA Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia). Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia).
Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10