Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 16:42 Með sævængjum er hugmyndin að láta vindorku hjálpa til við að knýja skipin áfram. Teikning/Airseas. „Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum. Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum.
Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira