Handbolti

Vardar Evrópumeistari í annað sinn á þremur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardar fagnar í leikslok í dag.
Vardar fagnar í leikslok í dag. vísir/getty
Vardar vann Veszprém, 27-24, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Köln í dag.

Þetta er í annað sinn sem Vardar vinnur Meistaradeildina en norður-makedónska liðið gerði það einnig 2017.

Veszprém bíður hins vegar enn eftir sínum fyrsta Evrópumeistaratitli. Liðið tapaði einnig í úrslitum Meistaradeildarinnar 2002, 2015 og 2016.

Afrekið er stórt hjá Vardar sem missti marga sterka leikmenn fyrir tímabilið auk þess sem þjálfari liðsins, Raúl González, fór til Paris Saint-Germain.

Vardar var með frumkvæðið í úrslitaleiknum í dag og var fimm mörkum yfir í háfleik, 16-11. Veszprém kom með áhlaup í seinni hálfleik en náði aldrei að jafna eða komast yfir.

Brasilíski línumaðurinn Rogerio Ferreira skoraði sex mörk fyrir Vardar og Ivan Cupic fimm. Kentin Mahe var markahæstur hjá Veszprém með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×