Erlent

Stjórnlagaráð aflýsir forsetakosningum í Alsír

Andri Eysteinsson skrifar
Alsíringar hafa mótmælt stjórnmálaástandinu lengi.
Alsíringar hafa mótmælt stjórnmálaástandinu lengi. Nordicphotos/AFP
Stjórnlagaráð Alsír hefur hafnað báðum frambjóðendum sem gáfu kost á sér í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu 4. Júlí næstkomandi. Kosningum hefur í kjölfarið verið aflýst. New York Times greinir frá.

Boðað var til forsetakosninga eftir að hinn þaulsetni forseti Abdelaziz Bouteflika steig til hliðar en setu hans hafði verið mótmælt víðs vegar um landið. Bouteflika vantaði einungis 25 daga til að ná 20 ára setu á valdastól í Alsír. Heilsu forsetans hafði hins vegar hrakað mjög síðustu ár og voru andstæðingar hans á því að Bouteflika væri eingöngu leppur fyrir aðra hátt setta stjórnmálamenn sem færu í raun með stjórn landsins.

Bouteflika steig til hliðar í byrjun apríl og var þá Abdelkader Bensalah settur forseti landsins þar til að nýr yrði kjörinn. Tveir tilkynntu framboð sitt á tilskyldum tíma en nú hefur stjórnlagaráð landsins, sem fer með umsjón yfir kosningunum, hafnað báðum aðilum án frekari útskýringar. Í kjölfarið hefur ráðið beðið Bensalah að finna kosningunum nýjan tíma.

Ljóst er því að Bensalah mun sitja sem forseti lengur en gert var ráð fyrir en embættistíð hans átti að ljúka í annari viku júlímánaðar.Verðu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×