Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2019 18:48 Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins. Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins.
Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira