Viðbrögð starfsmanna hárrétt við eldi á Nesjavöllum Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. júní 2019 11:33 Frá vettvangi í morgun. Vísir/Jói K Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36