Níu mánuðir án svara Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira