Líf og fjör um allt land yfir helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:40 Mynd frá tónlistarhátíðinni á Kótelettunni sem fer fram síðar í kvöld. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga. Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga.
Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira