Sölutryggja 5,5 prósent af hlutafjárútboði Marels Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. maí 2019 08:45 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels Arion banki og Landsbankinn hafa skuldbundið sig til þess að sölutryggja samanlagt 5,5 prósent af yfirstandandi hlutafjárútboði Marels, að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem félagið hefur útbúið í tilefni af útboðinu sem hófst í gær. Söluandvirði útboðsins verður um 365 milljónir evra, jafnvirði 50,4 milljarða króna, að því gefnu að umframsöluréttur verði nýttur að fullu og útboðsgengið verði á miðju verðbili útboðsins. Ekki er gefið upp í skráningarlýsingunni hve háar þóknanir, bæði grunnþóknanir og árangurstengdar þóknanir, Marel hyggst greiða söluráðgjöfum útboðsins en þó er tekið fram að áætlað sé að skráningarkostnaðurinn – það er samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður og upphæðir sem félagið greiðir vegna útboðsins – verði í heild á bilinu 17,7 til 18,8 milljónir evra, eða allt að 2,6 milljarðar króna, að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu. Arion banki sölutryggir 3,5 prósent af útboðinu, eftir því sem fram kemur í skráningarlýsingunni, og Landsbankinn tvö prósent og má því leiða að því líkur að bankarnir geti fengið samanlagt greiddar þóknanir upp á annað hundrað milljónir króna. Stórbankarnir Citi og J.P. Morgan, sem hafa umsjón með útboðinu og skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam, sölutryggja hvað stærstan hluta útboðsins eða sem nemur ríflega 26 prósentum hvor. Þá sölutryggja bankarnir ABN AMRO, ING og Rabobank 14 prósent útboðsins hver. Lögmannsstofurnar Allen & Overy og LOGOS eru lögfræðilegir ráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna en STJ Advisors er fjármálaráðgjafi félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Sjá meira
Arion banki og Landsbankinn hafa skuldbundið sig til þess að sölutryggja samanlagt 5,5 prósent af yfirstandandi hlutafjárútboði Marels, að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem félagið hefur útbúið í tilefni af útboðinu sem hófst í gær. Söluandvirði útboðsins verður um 365 milljónir evra, jafnvirði 50,4 milljarða króna, að því gefnu að umframsöluréttur verði nýttur að fullu og útboðsgengið verði á miðju verðbili útboðsins. Ekki er gefið upp í skráningarlýsingunni hve háar þóknanir, bæði grunnþóknanir og árangurstengdar þóknanir, Marel hyggst greiða söluráðgjöfum útboðsins en þó er tekið fram að áætlað sé að skráningarkostnaðurinn – það er samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður og upphæðir sem félagið greiðir vegna útboðsins – verði í heild á bilinu 17,7 til 18,8 milljónir evra, eða allt að 2,6 milljarðar króna, að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verðbilinu. Arion banki sölutryggir 3,5 prósent af útboðinu, eftir því sem fram kemur í skráningarlýsingunni, og Landsbankinn tvö prósent og má því leiða að því líkur að bankarnir geti fengið samanlagt greiddar þóknanir upp á annað hundrað milljónir króna. Stórbankarnir Citi og J.P. Morgan, sem hafa umsjón með útboðinu og skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam, sölutryggja hvað stærstan hluta útboðsins eða sem nemur ríflega 26 prósentum hvor. Þá sölutryggja bankarnir ABN AMRO, ING og Rabobank 14 prósent útboðsins hver. Lögmannsstofurnar Allen & Overy og LOGOS eru lögfræðilegir ráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna en STJ Advisors er fjármálaráðgjafi félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Sjá meira