Innlent

Missti stjórn á bifhjóli í Kömbunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Tvennt  var á hjólinu en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg.
Tvennt var á hjólinu en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg. Vísir/vilhelm
Ökumaður missti stjórn á bifhjóli í einni af beygjunum á veginum um Kambana á austanverðri Hellisheiði á sjötta tímanum í dag. Tvennt var á hjólinu en meiðsli þeirra voru minniháttar að sögn lögreglu.

Lögreglan og sjúkraflutningamenn voru hins vegar með mikinn viðbúnað á vettvangi en aðgerðum er við það að ljúka.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss við Geysi fyrr í dag. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir um algjört minniháttar atvik að ræða. Eldri kona, sem er á ferðalagi hér á landi, hafði dottið á Geysissvæðinu og var talið að hún væri slösuð. Var þyrlan því kölluð út en þegar hún kom á vettvang þótti sýnt að konan væri ekki alvarlega slösuð. Ákveðið var hins vegar að flytja hana með þyrlunni aftur til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×