Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 09:07 Julian Assange mætir í dómsal í London. Getty/Jack Taylor Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00