Úthlutað úr barnamenningarsjóði í fyrsta sinn í dag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 20:00 Þrjátíu og sex styrkir voru veittir en 108 umsóknir bárust. Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent